Vetrarfrí og starfsdagar
Dagana 15. og 20. október er vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki Heiðarskóla.
Einnig verða starfsdagar 16. og 17. Október og verður því lokað bæði í skólanum og á Frístundaheimilinu þessa daga.
Á meðan mun hluti starfsfólks skólans fara í námsferð til Den Haag í Hollandi þar sem þau munu sækja sér nýja þekkingu og innblástur til að nýta í skólastarfinu. 🌍✈️
Við óskum öllum nemendum og fjölskyldum þeirra notalegs og góðs tíma saman í vetrarfríinu. 💙