Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanna
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 27. febrúar s.l. Þar voru þátttakendur 112 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.
Verðlaunaafhending fór síðan fram miðvikudaginn 11. mars. Á hana voru tíu efstu í hverjum árgangi boðaðir og fengu þeir allir viðurkenningarskjal. Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu svo verðlaunin fyrir 1. - 3. sæti í hverjum árgangi. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.
Fimm nemendur úr Heiðarskóla voru boðaðir á verðlaunaafhendinguna. Það voru þau Andrés Kristinn Haraldsson úr 8. SRS, Eva Margrét Falsdóttir, Júlía Gunnlaugsdóttir og Sólon Siguringason úr 9. HB og Sigrún Erna Jónsdóttir úr 10. EP
8. bekkur:
Andrés Kristinn Haraldsson, 3. sæti
9. bekkur:
Sólon Siguringason, 1. sæti
Eva Margrét Falsdóttir, 2. sæti
Júlía Gunnlaugsdóttir, 6. - 10. sæti
10. bekkur:
Sigrún Erna Jónsdóttir, 6. - 10. sæti
Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju með árangurinn.