Verðlaun í sumarlestri
Nemendur í Heiðarskóla lentu í 3ja sæti yfir þátttakendur í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar 2020. Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður bókasafns Reykjanesbæjar afhenti verðlaunin í dag sem var ávísun upp á 25 þúsund krónur sem mun vera nýttur til bókarkaupa á bókasafninu. Nemendur í 4. bekk tóku við verðlaununum ásamt Lóu Björgu Gestsdóttur aðstoðarskólastjóra. Sannarlega frábær árangur hjá okkar nemendum.