Verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Ísabella Jónsdóttir nemandi í 5. bekk komst í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023 með verkefnið Íslandsapp. Það voru 25 hugmyndir sem komust í úrslit af öllu landinu.
Sérstök dómnefnd fór svo yfir öll verkefnin sem komust í úrslit og hlaut Ísabella Samgöngubikar NKG, fyrir framúrskarandi lausn sem tengist samgöngumálum. Lýsing hugmyndar: Maður hefur app í símanum til að auðvelda ferðalög um Ísland.
Við óskum Ísabellu til hamingju með frábæran árangur.
Nánar má lesa um keppnina hér: https://nkg.is/urslit-nkg-2023/