18. desember 2015

Vel heppnuð jólahátíð í íþróttasal

Ánægjuleg jólahátíð Heiðarskóla er nú nýafstaðin. Tilraun okkar til að halda eina jólahátíð í íþróttasal í stað þriggja á sal skólans heppnaðist með eindæmum vel. Nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og tóku virkan þátt í hátíðarhöldunum. 

Fyrst á dagskrá var helgileikurinn en að venju voru það nemendur í 7. bekk sem túlkuðu hann með leik og söng. Því næst stigu nemendur í 2. bekk á stokk og sungu falleg jólalög við undirleik Sigrúnar Gróu. Þá var röðin komin að þeim Arnari Geir og Bergi Daða sem saman spiluðu á selló og trompet og gerðu það listavel. Loks sungu þær Elma Rún, Nadía Sif, Stefanía Vallý og Þórdís Ásta jólalög ásamt kór allra nemenda í 4. bekk. Hátíðinni á sal lauk svo að sjálfsögðu með dansi í kringum jólatréð við undirleik Guðmundar Hermannssonar. 

Að lokinni hátíð í sal héldu nemendur með umsjónarkennurum sínum í heimastofur þar sem þeir gæddu sér á bollaköku í boði skólans og hlýddu á jólasögu.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan