Vegna veðurspár næstu daga
Ef veðurspár ganga eftir verður ansi hvasst á morgun, miðvikudag og enn meira hvassviðri er spáð á fimmtudag. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól en foreldrar þurfa að fylgja barni sínu í og úr skóla ef þannig viðrar. Vinsamlega fylgist vel með veðurspám og tilkynningum.