2. mars 2018

Vandaður samlestur og fallegur söngur á Litlu upplestrarhátíðinni

Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin á sal skólans þar sem nemendur í 4. bekk lásu sögur, vísur og þulu auk þess sem þeir sungu Þakklæti og Tunglið, tunglið taktu mig við undirleik Guðmundar Hermannssonar. Eins og venja er var foreldrum boðið að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum. Nemendur stóðu sig ákaflega vel enda hafa þeir lagt mikið á sig undanfarna daga og vikur við að undirbúa sig fyrir hátíðina með kennurunum sínum þeim Höllu Tómasdóttur og Kristínu G.B. Jónsdóttur. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan