Útivistarvika Heiðarskóla
Dagana 30.- 4. október verður útivistarvika í Heiðarskóla. Allar bekkjadeildir reyna fyrir sér í víðavangshlaupi í skólahverfinu og á miðvikudaginn verður göngudagur þar sem nemendur fara með strætó á tiltekinn stað við strandlengjuna, mislangt eftir aldri og ganga tilbaka.
Skipulagið er sem hér segir:
Mánudagur 30. september:
09.50-11.10 Víðavangshlaup 7.-8. bekkur
11.50-13.10 Víðavangshlaup 3.-4. bekkur
Þriðjudagur 1. október:
08.10-9.30 Víðavangshlaup 5.-6. bekkur
09.50-11.10 Víðavangshlaup 9.-10. bekkur
11.50-13.10 Víðavangshlaup 1.-2. bekkur
Miðvikudagur 2. október:
Frá kl. 09.50 fara nemendur af stað með strætó
1.-4. bekkur gengur frá Lífsstíl
5.-7. bekkur gengur frá Njarðvíkurhöfn
8.-10. bekkur gengur frá Fitjum
Fimmtudagur 3. september:
Kennarar eru hvattir til þess að fara í útileiki með nemendum sínum
Föstudagur 4. september:
Verðlaunaafhending vegna víðavangshlaups
Mikilvægt er að nemendur klæðist fötum sem heppileg eru til hreyfingar þessa daga og að þeir séu klæddir eftir veðri.