30. apríl 2018

Úrslit Skólahreystis á miðvikudaginn

Nú styttist óðum í úrslit Skólahreystis og spennan magnast. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn og hefst kl. 19.30. Nemendur í 8. - 10. bekk eiga kost á að fara með rútu í bæinn og kostar farið 1000 kr. Miðasala fer fram hjá Þorbjörgu ritara í dag og á miðvikudaginn. Yngri nemendur eru þó velkomnir í höllina en þá í fylgd með ábyrgðaraðila. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV og hefst útsending kl. 20.00. Liðið okkar skipa þau Ástrós, Bartosz, Eyþór og Ingibjörg og munu þau mæta galvösk ásamt Helenu íþróttakennara og varamönnunum Andra, Hildi og Jónu Kristínu. Eyþór, sem er ekki aðeins ótrúlega kvikur í hraðaþrautinni heldur einnig afar efnilegur kvikmyndagerðarmaður, bjó til þetta flotta myndband. Áfram Heiðarskóli!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan