28. maí 2019

Uppstigningardagur, Heiðarleikar og starfsdagur

Fimmtudagurinn 30. maí er uppstigningardagur og verður þá frí í skólanum.

Föstudagurinn 31. maí er skertur kennsludagur en þá fara hinir árlegu Heiðarleikar fram. Að þeim loknum, upp úr kl. 11.10, býður foreldrafélag Heiðarskóla nemendum og gestum þeirra upp á grillaðar pylsur og skemmtiatriði. 

Mánudaginn 3. júní er starfsdagur og nemendur því í fríi og frístundaheimilið lokað.
 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan