Uppskeruhátíð sumarlesturs
Fimmtudaginn 28. ágúst fer fram uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Reykjanesbæjar þar sem árangur lestursins í sumar verður fagnað með stæl. Hátíðin hefst klukkan 16:00 og fer fram í Stapasafni. Það verður stutt athöfn til að byrja með þar sem tilkynntir verða sigurskólar sumarlestursins Verðlaun verða veitt þremur efstu grunnskólunum, sem lásu flestar mínútur í sumar.
Að lokinni verðlaunaafhendingu verður bingófjör fyrir alla þátttakendur og gesti.