21. mars 2019

Uppskera lestrarátaks Ævars vísindamanns

Þá er lestrarátaki Ævars vísindamanns formlega lokið, í síðasta skiptið. Í tilkynningu frá Ævari kom fram að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns.

Skólar sem lásu hlutfallslega mest og einstaklingar sem dregnir voru út fá allir að vera hluti af væntanlegri bók Ævars Óvænt endalok. Þar að auki var einn úr hverjum skóla sem sendi inn lestrarmiða dreginn út og fær áritað eintak af bókinni.

Nemandinn sem átti miðann, sem dreginn var út úr innsendum miðum frá Heiðarskóla, er Erna Ósk Leifsdóttir í 3 SÝJ. Henni hafa verið sagðar fréttirnar og var hún að vonum ánægð.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan