25. nóvember 2013

Upplestur úr nýútkomnum bókum

Þriðjudaginn 26. nóvember munu allir nemendur skólans fá að hlýða á upplestur rithöfunda úr nýútkomnum bókum þeirra. Mun það vera eins konar uppskerustund í þessum lestrarmánuði sem senn er á enda. Að því tilefni hafa nemendur verið hvattir til að koma með hatt eða annað höfuðfat í skólann svo hægt verði að ,,taka ofan" fyrir góðri lestrarframmistöðu nemenda í nóvember.

Skipulag á upplestri verður á þessa leið:

8.15 --- 8.-10. bekkur hlýðir á Birgittu Elínu og Mörtu Hlín lesa upp úr bókinni Gjöfin úr Rökkurhæðabókaröðinni á sal

8.50 --- 3.-4. bekkur hlýðir á Hilmar Örn lesa úr bókinni Kamilla vindmylla og leiðin úr Esjunni á sal

9.50 --- 5.-7. bekkur hlýðir á Þröst Jóhannesson lesa úr bók sinni Sagan af Jóa á sal

9.50 --- 1.-2. bekkur hlýðir á Hilmar Örn lesa úr bókinni Kamilla vindmylla og leiðin úr Esjunni á bókasafni

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan