6. mars 2024

Upplestrarhátíð í Reykjanesbæ

Upplestrarhátíð grunnskólanna í Reykjanesbæ var haldin við hátíðlega athöfn í Hljómahöll. 

Upplestrarhátíð er í hverjum skóla í lok febrúar þar sem tveir til þrír nem­endur eru valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. Lokahátíðin er haldin í Hljómahöll en þar koma saman fulltrúar skólanna í héraðinu, einn, tveir eða þrír úr hverjum skóla, og lesa ljóð og laust mál sem þeir hafa undirbúið vandlega.


Þau Gunnlaugur Sturla Olsen og Indía Marý Bjarnadóttir kepptu fyrir hönd skólans og stóðu sig með miklum sóma. Við erum ansi stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Einnig kynnti Jón Ingi Garðason skáld keppninnar þar sem hann varð í 2. sæti í keppninni í fyrra.

Sigurvegarar í ár komu úr Njarðvíkurskóla og Holtaskóla. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan