23. febrúar 2023

Upplestrarhátíð Heiðarskóla, 7. bekkur

Upplestrarhátíð Heiðarskóla fór fram á sal skólans í dag, fimmtudaginn 23. febrúar. 

Á hverju ári taka nemendur í 7. bekk í flest öllum grunnskólum á landinu þátt í upplestrarhátíð sem hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppninnar er einmitt að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Fyrst fór fram bekkjarkeppni þann 16. febrúar og komust 11 nemendur áfram í skólakeppnina, þau eru: 

Kacper Einar Kotowski, Elísa Sól Traustadóttir, Arney Lára Magnúsdóttir, Fannar Berg Guðlaugsson, Lilja Líf Atladóttir, Erna Ósk Leifsdóttir, Guðbjörg Lára Aradóttir, Gunnar Helgi Pétursson, Jón Ingi Garðarsson, Rafn Ibsen Ríkharðsson og Rut Páldís Eiðsdóttir. 

Nemendur stóður sig með miklu prýði og var erfitt fyrir dómnefndina að velja nemendur sem kæmust áfram í lokakeppnina. En dómnefndina skipuðu þær Anna Hulda Einarsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Vigdís Karsldóttir. 

Þeir nemendur sem komust áfram í lokakeppnina voru Gunnar Helgi, Jón Ingi og til vara er Erna Ósk. Við óskum þeim innilega til hamingju sem og öllum þeim sem tóku þátt. 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan