30. október 2025

Umsjónarmenn

Nýverið hóf Heiðarskóli spennandi verkefni sem kallast Umsjónarmenn, þar sem allir nemendur skólans taka virkan þátt í að halda umhverfi skólans snyrtilegu og fallegu.

Nemendur í 8.–10. bekk bera nú ábyrgð á frágangi í matsalnum og á bláa gangi. Þeim hefur verið skipt niður í hópa sem sjá um að allt sé snyrtilegt og vel gengið frá eftir hádegismat.

Nemendur í 1.–7. bekk fá það mikilvæga hlutverk að sjá um hreinlæti á skólalóðinni. Fyrstir til að hefja þetta verkefni voru nemendur í 7. bekk sem fóru nýlega í gegnum skólalóðina og hreinsuðu til með miklum dugnaði og jákvæðu viðhorfi.

Starfsfólk Heiðarskóla er afar ánægt með hversu vel nemendur hafa tekið þátt í þessu nýja verkefni. Allir hafa sýnt ábyrgð, samvinnu og virðingu fyrir umhverfi sínu.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus