27. nóvember 2025

Tölfræðiverkefni hjá 5. bekk

Nemendur í 5. bekk hafa hafa undanfarnar vikur unnið spennandi hópaverkefni í tölfræði í stærðfræði þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði, samvinnu og gagnagreiningu. Nemendur unnnu saman í tveggja til þriggja manna hópum og fengu það verkefni að móta eigin rannsóknarspurningu og safna gögnum með því að leggja spurningar fyrir aðra nemendur skólans.

Þegar lokið var við gagnaöflun þurftu hóparnir að vinna úr upplýsingunum og setja þær fram á skýran og sjónrænan hátt með tíðnitöflum og súliritum. Nemendur sýndu mikla nákvæmni í vinnubrögðum sínum og leystu verkefnið af fagmennsku og áhuga.

Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel nemendum tókst að tengja saman sköpun, gagnagreiningu og framsetningu upplýsinga.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus