17. maí 2019

Tóbakslaus bekkur: 7. EN einn af sigurvegurunum

Tóbakslaus bekkur er verkefni sem embætti landlæknis stendur fyrir ár hvert. Nemendur í 7., 8. og 9. bekk geta tekið þátt og sent inn verkefni sitt sem á að innhalda hugmyndir sem geta stuðlað að tóbakslausri framtíð. Skilyrði til þátttöku er að bekkurinn sé tóbakslaus.

Báðir 7. bekkirnir okkar tóku þátt og sendu inn skemmtileg forvarnarmyndbönd. Okkur öllum til mikillar ánægju kom svo í ljós að 7. EN var í hópi þeirra 10 skóla sem verðlaunaðir voru fyrir bestu verkefnin.

Nemendur í 7. EN voru að vonum ákaflega glaðir með niðurstöðuna og stoltir af sínu verkefni en það má sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=31p-ffqwetU

Nemendur fengu í verðlaun fé til ráðstöfunar eins og bekkurinn sjálfur kýs að gera, 5000 kr á hvern skráðan nemanda í bekknum.

Við óskum 7. EN innilega til hamingju.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan