Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar
Þar sem veðurspá er mjög slæm fyrir morgundaginn ( föstudaginn 14.febrúar) þá biðjum við foreldra/forráðamenn að skoða eftirfarandi verklagsreglur grunnskóla við óveðri.
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Þar sem vindurinn verður úr austanátt verður innganginum austan megin, inn í bláa gang, læst. Nemendur velja því um að koma inn í skólann um aðalinngang eða inn í gula gang.
Informacja dotyczaca zaklócen zajec szkolnych z powodu niepogody.
W przypadku jezeli, prognoza pogody przewiduje mocne wiatry i wichury na terenie Suðurnesja, Policja i sluzby cywilne
beda czuwaly nad bezpieczenstwem obywateli. Sluzby te beda wspólpracowaly ze szkolami oraz ostrzegaly obywateli w razie potrzeby.
Wazne jest, aby rodzice dzieci uczeszczajacych do szkól, obserwowali prognoze pogody i podejmowali samodzielnie decyzje w jaki sposób dziecko ma sie udac do szkoly, zgodne z warunkami pogodowymi.
W gestii samych rodziców nalezy ocena czy dziecko nalezy odprowadzic czy tez przyprowadzic ze szkoly; pomimo braku odgórnych zalecen od dyzurujacych sluzb. W przypadku jezeli, rodzice stwierdza, ze ze wzgledów pogodowych, wysylanie dziecka do szkoly jest niebezpieczne, nalezy ten fakt zglosic telefonicznie do sekretariatu szkoly. Przypadek taki bedzie traktowany jako zwykla nieobecnosc.
W kazdych warunkach pogodowych, szkola pracuje normalnie i jest otwartym i bezpiecznym schronieniem dla dzieci.