5. febrúar 2014

Þorgrímur Þráinsson með fyrirlestur fyrir foreldra

Þorgrímur Þráinsson heldur fyrirlesturinn „LÁTTU DRAUMINN RÆTAST“ fyrir foreldra nemenda í 8.-10.bekk í Grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þriðjudaginn 11.febrúar kl.20:00.

Þorgrímur hittir nemendur í 10. bekk dagana 7. – 14. febrúar í sínum heimaskólum.

Nemendur hafa látið vel af fyrirlestrum Þorgríms og gefur hann okkur foreldrum nú tækifæri til að heyra hvað hann hefur fram að færa.

„Fyrirlesturinn er fyrst og fremst hvatning til nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Ég segi sögur því til stuðnings.“ segir Þorgrímur.

 

Kæru foreldrar tökum vel á móti Þorgrími Þráinssyni og fyllum salinn.

 

Við lofum ánægjulegri kvöldstund.

 

FFGÍR Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan