25. september 2017

Þorgrímur hvatti til ástar á lífinu

Þorgrímur Þráinsson kom í sína árlegu heimsókn til nemenda í 10. bekk í dag mánudaginn 25. september. Hann hélt fyrir þá fyrirlestur sem ber heitið Verum ástfangin af lífinu! Með honum hvatti hann nemendur m.a. til að setja sér markmið á hinum ýmsu sviðum lífs síns og að þeir legðu sig fram við að vera góðar manneskjur sem gefa af sér. Þannig yrðu þeir sáttari við sjálfa sig og hamingjusamari fyrir vikið. 10. bekkingar kunnu vel að meta hvatningarorð Þorgríms. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan