14. mars 2014

Svava Rún í þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Duus húsum í gær, fimmtudaginn 13. mars. Fulltrúar Heiðarskóla voru þau Arnar Geir Halldórsson og Svava Rún Sigurðardóttir. Alls kepptu 14 nemendur úr öllum skólum Reykjanesbæjar og Sandgerðisskóla. Keppnin var jöfn og spennandi og stóðu þau Arnar Geir og Svava Rún sig afar vel enda höfðu þau æft af kappi með dyggri aðstoð þeirra Heiðrúnar Sigmarsdóttur, umsjónarkennara og Kristínar Gunnarsdóttur, kennara. Svanur Þór Mikaelsson, nemandi í 8. MÓ, var annar tveggja kynna á hátíðinni. Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Njarðvíkurskóla sigraði, Kristján Jón Bogason úr Akurskóla var í öðru sæti og Svava Rún okkar var í þriðja sæti. Við óskum þeim Arnari Geir og Svövu Rún innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og góðan árangur.

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan