13. nóvember 2015

Sungið af lífi og sál

Í dag föstudaginn 13. nóvember fóru nemendur í 1.-6. bekk á sal til að taka þátt í söngstundum. Að vanda stýrði Mummi tónmenntakennari söngstundunum og spilaði undir á píanó. Lagið Ég er kominn heim hefur slegið í gegn undanfarna mánuði og hefur m.a. verið sungið á íþróttalandsleikjum. Áhuginn á þessu ágæta lagi hefur augljóslega skilað sér til yngstu kynslóðarinnar því það sungu krakkarnir á sal af mikilli innlifun. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan