15. mars 2016

Sundmót grunnskólanna

Yngar liðið: Bartoz, Finnbogi, Andri, Guðný, Ásta, Eva og Stefán. Á myndina vantar Rakel Ýri

Sundmót grunnskólanna var haldið þriðjudaginn 8. mars í sundlauginni í Laugardal.  Á mótinu voru 512 keppendur frá 34 skólum sem er metfjöldi á þessu móti.  Heiðarskóli sendi til keppni tvö lið, eitt lið í 5. – 7. bekk og annað í 8. – 10. bekk.  Alls kepptu 16 nemendur fyrir hönd skólans og voru sumir að keppa á sínu fyrsta sundmóti.  Gleðin var mikil hjá keppendum og árangurinn var eftir því góður.  Yngra liðið endaði í 4. sæti og eldra liðið í 11. sæti.

Nemendur voru skóla sínum til sóma bæði ofan í lauginni sem og á bakkanum.

                                                    - Íþróttakennarar

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan