1. september 2025

Sumarlestur - 3. sæti

Það voru tæplega 250 börn sem skráðu sig í sumarlestur Bókasafns Reykjanesbæjar í ár, frábær þátttaka

Í sumar voru 12 börn dregin út og fengu þau vinninga af ýmsu tagi  meðal annars skemmtileg spil og gjafabréf í Huppu sem vöktu mikla lukku.

Nú er búið að telja saman tímana úr lestrarkössunum og höfum við fengið niðurstöðurnar fyrir hvaða skólar lásu mest. Samanlagt lásu börnin rúmar 900 klukkustundir í sumar.👏

Og hér eru úrslitin:

🥉 3. sæti: Heiðarskóli – 148 klukkustundir
🥈 2. sæti: Akurskóli – 166 klukkustundir
🥇 1. sæti: Háaleitisskóli – 176 klukkustundir

Frábær árangur, sannkallaðir lestrarhetjur í Heiðarskóla og í skólum Reykjanesbæjar. 📖✨

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus