28. maí 2018

Sumarhátíð foreldrafélags Heiðarskóla

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Heiðarskóla.
  
Heiðarleikar Heiðarskóla verða haldnir föstudaginn 1. júní nk. í Heiðarskóla og lýkur þeim um kl. 11.15.  
Að Heiðarleikum loknum ætlar foreldrafélag Heiðarskóla að bjóða upp á grillaðar pylsur, meðlæti og drykki. Einnig verður boðið upp á stórglæsilega og kraftmikla BMX-sport sýningu með þeim bræðrum í BMX BRÓS en þeir enduðu í 2. sæti í Ísland got talent árið 2015. Þeir félagar lofa virkilega góðri skemmtun. Andlitsmálun verður á staðnum fyrir börnin.  Hvetjum alla til að mæta og eiga góða og skemmtilega stund saman.  Foreldrar, forráðamenn, afar og ömmur velkomin.
 
Áfram Heiðarskóli,
 
Foreldrafélag Heiðarskóla
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan