Sumarhátíð FFHS að loknum Heiðarleikum 31. maí
Heiðarleikar Heiðarskóla verða haldnir miðvikudaginn 31. maí næst komandi í Heiðarskóla og lýkur þeim um kl. 11.00.
Að Heiðarleikum loknum ætlar foreldrafélag Heiðarskóla að bjóða upp á grillaðar pylsur, meðlæti og drykki. Einnig verður boðið upp á andlitsmálun á staðnum.
Friðrik Dór mun skemmta börnum og fullorðnum meðan grill stendur yfir.
Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða og skemmtilega stund saman. Foreldrar, forráðamenn, afar og ömmur velkomin.
Áfram Heiðarskóli,
Foreldrafélag Heiðarskóla