28. apríl 2023

Suðurnesjamót grunnskóla í skólaskák

Suðurnesjamót í skólaskák fór fram í Stapaskóla þann 19. apríl síðastliðinn. 33 nemendur úr Heiðarskóla tóku þátt en alls voru þátttakendur um 190 talsins. Nemendur okkur stóðu sig vel og höfðu gaman af. Nokkrir þeirra höfnuðu í verðlaunasætum og var árangurinn sem hér segir:

Magnús Máni Daðason í 4.EA var sigurvegari í flokki nemenda í 1.-4. bekk

Ingi Rafn Davíðsson í 7.UB bar sigur úr býtum í flokki nemenda í 5.-7. bekk

Ragnar Örn Arnarson í 7.SB bar hafnaði í 3. sæti í flokki nemenda í 5.-7. bekk

Kacper Romanowski tefldi úrslitaskákina í flokki nemenda í 8.-10. bekk og hafnaði í 2. sæti.

Óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan