Styrkur frá BLUE bílaleigu

Heiðarskóli fékk á dögunum góðan styrk frá BLUE bílaleigu. Styrkurinn rennur til námsúrræða skólans Meistaravalla og Þingvalla. Með þessum styrk getum við haldið áfram að gera enn betra námsumhverfi fyrir alla nemendur sem þurfa á stoðþjónustu að halda.
BLUE bílaleiga leggur mikinn metnað í og sýnir samfélagslega ábyrgð með því að halda árlegt Góðgerðarfest til styrktar góðum málefnum. Það er ánægjulegt og þakklætisvert að sjá fyrirtæki taka virkan þátt í að styðja við menntun og velferð ungmenna.
Við viljum þakka BLUE bílaleigu kærlega fyrir þennan góða styrk og taka þátt í að efla skólasamfélag Heiðarskóla.
https://www.facebook.com/photo/?fbid=1408304124633510&set=pcb.1408304831300106





