22. apríl 2013

Styrktarsýning í kvöld - lokasýning

Í kvöld kl. 19.30 verður styrktarsýning á unglingaleikritinu Í sambandi á sal skólans en það hefur hlotið frábærar viðtökur sýningargesta. Það fjallar um þau óskráðu lög og reglur sem gilda þegar hefja á leitina að kærasta eða kærustu.
 
Það er kraftmikill hópur nemenda úr 8.-10. bekk sem fer á kostum í leik, söng og dansi en leikstjórn er í höndum Bryndísar Jónu Magnúsdóttur, Guðnýjar Kristjánsdóttur og Maríu Óladóttur.
Allur ágóði af sýningunni mun renna til Krabbameinsfélag Íslands, m.a. vegna þess að tveir kennarar í skólanum hafa háð hetjulega baráttu við krabbamein á þessu skólaári.
Aðgangseyrir er 1000 kr. Sýningin stendur yfir í tæpa klukkustund.
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan