23. apríl 2014

Stuttmyndadagar unglingastigs

Nú standa yfir stuttmyndadagar hjá nemendum á unglingastigi. Vinnan hófst í gær en þá var nemendum skipt í 10-12 manna hópa innan hvers árgangs. Í dag hafa nemendur verið að taka upp efni fyrir þriggja mínútna myndbönd sem verða öll sýnd á frumsýningarhátíð eftir hádegi á föstudaginn. Þema daganna er „Leyndarmál". Þetta er tilraun skólans til að svala þörf unglinganna fyrir myndbandagerð og erum við öll ákaflega spennt að vita hvernig mun takast til.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan