Stuttmyndadagar standa yfir á unglingastigi
Dagana 18.-20. apríl eru stuttmyndadagar á unglingastigi. Verkefni daganna felst í því að hópar innan hvers árgangs gera saman þriggja mínútna langt myndband sem verður framlag þeirra til stuttmyndasýningar eftir hádegi miðvikudaginn 20. apríl. Að sýningu lokinni kjósa þátttakendur og kennarar þá stuttmynd sem þeim finnst vera best en geta ekki kosið sína eigin og verður spennandi að sjá hvaða hópur mun eiga stuttmynd ársins 2016.