8. mars 2013

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 7. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppn- innar hjá grunnskólum Reykjanesbæjar og Grunnskóla Sandgerðis. Keppnin fór fram í DUUS-húsum og og kepptu tveir upplesarar úr 7. bekk frá hverjum skóla, alls 14 nemendur. Fulltrúar Heiðarskóla voru þau Elma Rún Kristinsdóttir 7.FÓ og Svanur Þór Mikaelsson 7.JP. Þau stóðu sig alveg frábærlega og voru glæsilegir fulltrúar skólans á þessari hátíð. Sigurvegarinn að þessu sinni kom frá Njarðvíkurskóla,  Svanur Þór nemandi Heiðarskóla lenti í öðru sæti og nemandi í Akurskóli var í því þriðja. Svani Þór, sem og öðrum þátttakendum, óskum við til hamingju með árangurinn í keppninni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan