8. febrúar 2022

Stofupartý fyrir alla grunnskóla Reykjanesbæjar

Á fimmtudaginn standa foreldrafélög grunnskólanna og FFGíR fyrir stofupartý í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Þau vilja búa til hressilega stemningu og skapa eftirminnilegar minningar 😊

Markmiðið FFGíR er að koma inn með smá gleði, dansa og syngja saman í gegnum vonandi síðustu metra faraldursins og sýna í verki þakklæti til starfsfólks og nemenda með því að bjóða upp á skemmtilegan viðburð.

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór halda tónleika sem verður streymt frá Hljómahöll. 

Í Heiðarskóla verður blár dagur, hvetjum við nemendur og starfsfólk að mæta í einhverju bláu. 

Hér er kynningarmyndband frá Fjörheimum: 

https://reykjanesbaer.workplace.com/100037544563169/videos/pcb.2743106505995584/634206324465649

Og hér er linkur á YouTube rás Hljómahallar:
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan