Stjórn nýs nemendaráðs skipuð
Á dögunum var kosið í nýja stjórn nemendaráðs Heiðarskóla.
Guðni Ívar Guðmundsson nemandi í 10.EP var kosinn formaður, Ísabella Magnúsdóttir nemandi í 10.LA var kosinn varaformaður, Dominika Inga Klimaszewska nemandi í 9.ÍÁ var kosinn ritari og Arndís Lind Aðalbjörnsdóttir nemandi í 10.LA var kosinn meðstjórnandi. Á næstu vikum mun stjórnin heimsækja bekki og útskýra hvað nemendráð stendur fyrir ásamt því að fara yfir helstu viðburði á skólaárinu.