3. september 2025

Starfsmenn Flotans í heimsókn

Í tengslum við Ljósanótt 2025 komu starfsmenn Flotans og samfélagslögreglunnar í Reykjanesbæ í heimsókn þar sem markmiðið var að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum til ungmenna og hvetja þau til að skemmta sér á öruggan hátt.

Áherslan er á:

  • Að ungmenni tilkynni ef þau verða vör við vopnaburð
  • Að ungmenni tilkynni ef þau verða vitni að slagsmálum, hvort sem þau eru skipulögð eða óskipulögð
  • Að þau passi hvert annað og láti vita ef einhverjum líður illa

Nemendur í 8. – 10. bekk hlustuðu af athygli á forstöðumenn félagsmiðstöðvarinnar og lögregluna ræða um þessi mál og hvetja unglingana okkar að skemmta sér á jákvæðan hátt.  Góð heimsókn og þökkum við Flotanum og samfélagslögreglunni kærlega fyrir.

Góða skemmtun á Ljósanótt. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus