27. apríl 2015

Starfsgreinakynning í íþróttahúsinu við Sunnubraut

Þriðjudaginn 21. apríl stóð Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar, ásamt náms- og starfsráðgjöfum, fyrir starfsgreinakynningu í íþróttahúsinu við Sunnubraut fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum. Þar fengu nemendur tækifæri til þess að fræðast um hin ýmsu störf með því að ganga á milli kynningarbása og spyrja spurninga. Það voru okkar nemendur óhræddir við að gera og fóru margs vísari úr íþróttahúsinu. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan