8. febrúar 2019

Starfsdagur og þemadagar í næstu viku

Í næstu viku munum við brjóta hefðbundið skólastarf upp með þemadögum og mun starfsdegi að mestu verða varið í að undirbúa þá.

Mánudagurinn er venjulegur skóladagur en þriðjudagurinn er starfsdagur starfsfólks okkar. Nemendur eru þá í fríi og frístundaheimilið lokað.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða svo þemadagar þessa skólaárs en þeir hafa yfirskriftina Tækni, vísindi og nýsköpun. Nemendur á yngsta stigi munu vinna í vísindasmiðjum, nemendur á miðstigi munu fást við nýsköpun og unglingarnir munu vinna verkefni tengd þessu öllu, þ.e. tækni, vísindum og nýsköpun í stöðvavinnu. Vafalaust verða þetta skemmtilegir þemadagar þar sem m.a. mun reyna á rökhugsun, samvinnu og sköpunargleði. Þessa daga falla kennslustundir í sundi og íþróttum niður hjá öllum nemendum auk þess sem valgreinar á unglingastigi verða ekki kenndar.

---

Next week will be a bit different from normal school weeks. Monday is a regular school day but on Tuesday the school and frístund will be closed because of planning. On Wednesday, Thursday and Friday we will have our theme-days where students will do various science, technology and/or innovation projects. On theme-days students will not have swimming and sports lessons and no elective courses will be taught in 8th-10th grade.
 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan