Starfsdagar og vetrarfrí dagana 19.-21. október
Að morgni miðvikudagsins 19. október heldur bróðurparturinn af starfsfólki Heiðarskóla í námsferð til Edinborgar. Þann daginn og fimmtudaginn 20. okt. munum við sitja fyrirlestra, taka þátt í vinnusmiðjum og fara í skólaheimsóknir. Fyrirlestrarnir fjalla um nýjar áherslur og breytingar í grunnskólum. Fjallað verður um mat á árgangri í slíku breytingaferli, um leiðir til að hrinda breytingum í framkvæmd og fylgja þeim eftir og hagnýt ráð gefin um að sýna hugrekki og frumkvæði þegar takast þarf á við breytingar. Vinnustofurnar byggjast annars vegar á efni fyrirlestranna og hins vegar á skapandi kennsluaðferðum sem snúa einna helst að leikrænni tjáningu og hópefli. Fjórir skólar verða svo heimsóttir, tveir skólar í Stirling og tveir í Borders. Þar fáum við kynningu á starfi skólanna, áherslum þeirra og markmiðum.
Miðvikudagur og fimmtudagur eru sem sagt starfsdagar í Heiðarskóla og nemendur því í fríi auk þess sem frístundaskólinn er lokaður. Föstudagurinn 21. október er svo vetrarfrísdagur starfsfólks og nemenda.