10. apríl 2019

Sóley í 3. sæti í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fóru fram í Bergi, Hljómahöll þriðjudaginn 9. apríl. Þær Dzana í 7. SRS og Sóley í 7. EN voru fulltrúar Heiðarskóla. Stóðu þær sig báðar ákaflega vel rétt eins og aðrir keppendur og talaði formaður dómnefndar um að þessi hæfileikaríki hópur væri sannkallað landslið í upplestri. Á hátíðinni fluttu tónlistarskólanemar tónlistaratriði en fjórar stúlkur úr 7. bekk í Heiðarskóla voru þeirra á meðal. Það voru þær Elísabet Eva, Ásdís Bára, Ragnheiður Anna og Þórunn Anna.

Úrslitin voru á þá leið að Guðrún Lilja úr Holtaskóli var í fyrsta sæti, Íris úr Akurskóla í öðru sæti og Sóley okkar í því þriðja. Óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn. 

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Sóleyju og Dzönu ásamt Daníellu íslenskukennara sem annaðist þjálfun fyrir keppnina. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan