24. maí 2013

Söfnuðu rúmum 640.000 kr.!

Eins og áður hefur verið greint frá hér á vef skólans þá stóðu þær Azra Crnac, Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir og Thelma Rún Matthíasdóttir fyrir styrktartónleikunum Ball fyrir BUGL í Stapa þann 30. apríl sl. Mikil vinna lá að baki þessu frábæra verkefni og var það þeim afar lærdómsríkt. Í gær fengu þær tvo fulltrúa frá Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þær Lindu og Ósk, til að veita ávísun upp á rúmar 640.000 kr. viðtöku. Þær voru að vonum mjög ánægðar með þennan veglega styrk. Að því tilefni komu starfsfólk og nemendur skólans í matsalinn til þess að vera viðtaddir afhendingu ávísunarinnar.  

 

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan