8. nóvember 2017

Sköpun, gleði og samvinna á uppbyggingarstefnudegi

Í gær, þriðjudag, var uppbyggingarstefnudagur í Heiðarskóla. Innan hvers aldursstigs var nemendum skipt upp í hópa og í þeim voru ýmis skemmtileg verkefni í stöðvum unnin. Sköpun, gleði og samvinna einkenndi verkefnavinnuna og má sjá hluta af afrakstrinum víðs vegar um skólann. Unnið var með þarfirnar fjórar, áhrif, gleði, umhyggju og frelsi með ýmsum hætti. Tákn þarfanna voru búin til með pappír, ull og perlum svo dæmi séu tekin. Nemendur fóru einnig í samvinnuleiki, þarfabingó, gerðu þarfaplatta, bjuggu til stressbolta og unnu með hvatningarorð, heilræði og kveðjur sem gott er að minna sig á og/eða segja oftar við aðra. Dagana á undan hafði undirbúningur farið fram með umsjónarkennurum svo verður fleira gert í framhaldinu. Fleiri myndir má sjá í myndasafni

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan