3. janúar 2022

Skóli hefst eftir jólafrí

Skóli hefst aftur eftir jólafrí, þriðjudaginn 4. janúar.

Vegna stöðunnar á smitum í samfélaginu er aldrei eins mikilvægt og nú að vera sérstaklega vel vakandi fyrir einkennum, fara í sýnatöku ef þeirra verður vart og senda börn þá ekki í skólann. Við þurfum að leggjast á eitt við að vernda skólastarfið okkar og gera það sem við getum til þess að það raskist sem minnst.

Við óskum öllum gleðilegs árs og hlökkum til að hitta nemendur okkar aftur eftir jólafrí. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan