Skólaþing Heiðarskóla laugardaginn 15. nóvember - dagskrá og skráning
Skólaþing Heiðarskóla
Með nesti og nýja skó
- Horft til framtíðar -
Skólaþing verður haldið í Heiðarskóla, laugardaginn 15. nóvember kl. 10:30 – 13:30. Á þinginu gefst skólasamfélaginu tækifæri til þess að hafa áhrif á skólastarfið og hvert skólinn stefnir í menntun nemenda.
Dagskrá
10:30 - Setning og söngur nemenda skólans
10:40 - Nýir tímar
10:50 - Nýir kennsluhættir
11:00 - Hvernig manneskja vil ég vera
11:10 - Nýtt námsmat
11:20 - Læsi í víðum skilningi
11:30 - 12:00 - Matarhlé - Íslensk kjötsúpa í boði Skólamatar
12:00 - Sýn nemenda á skólastarf - Fulltrúar nemenda
12:10 - 13:30 - Málstofur
Á þinginu verður formlega opnuð vefsíða með speglaðri kennslu í stærðfræði á unglingastigi.
Ráðstefnustjóri : Helgi Grímsson formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun.
Foreldrar, forráðamenn, nemendur og allir aðrir sem áhuga hafa á skólamálum eru hvattir til þess að mæta og hafa áhrif á þróun skólastarfs í Heiðarskóla.
Skráning er rafræn og fer fram hér.