12. febrúar 2024

Skólastarf 13. - 16. febrúar

Skólastarf næstu daga.
Á morgun, þriðjudaginn 13. febrúar, verður hefðbundið skólastarf samkvæmt stundaskrá. En það verða samt ekki sund- né íþróttakennsla í íþróttahúsinu. Íþróttakennarar munu vera með annars konar íþróttatíma með nemendum.
Á miðvikudaginn, 14. febrúar er öskudagur og eru nemendur hvattir til að koma í öskudagsbúningum. Þetta er skertur nemendadagur og er skóli frá kl. 8.10 - 10.30. Frístund hefst að loknum skóladegi.
Fimmtudaginn 15. febrúar er kennsla samkvæmt stundaskrá.
Föstudaginn 16. febrúar er vetrarfrí í skólanum og því enginn skóli og frístund lokuð.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan