8. júní 2023

Skólaslit og útskrift

Skólaárinu 2022 – 2023 var slitið miðvikudaginn 7. júní. Skólaslitin voru að venju þrískipt, fyrir 1.-3. bekk, 4.-6. bekk, 7.-9. bekk og svo útskrift 10. bekkjar. 

Í 1. - 9 . bekk lásu fulltrúar hvers bekkjar upp bekkjarskýrslu þar sem m.a. komu fram upplýsingar um það sem þeim fannst merkilegast á skólaárinu, hvað þau lærðu mest, hvað var skemmtilegast og hvað það var sem þau muni aldrei gleyma. Þetta tókst mjög vel og var gaman að heyra hvernig nemendur okkur voru að upplifa skólaárið.

Ljóðasamkeppni Heiðarskóla fór fram á vordögum eins og áður og fer keppnin fram á öllum stigum. Samkvæmt venju voru afhent verðlaun fyrir sigurljóðið á skólaslitum. Á yngsta stigi var það Elma Júlía Einarsdóttir nemandi í 4. bekk fékk ljóðaverðlaunin fyrir ljóð sitt Dúfan mín. Á miðstigi fékk Jón Ingi Garðarsson nemandi í 7. bekk verðlaunin fyrir ljóð sitt Vinur minn er tónlistin og á elsta stigi var það Fjóla Margrét Viðarsdóttir, nemandi i 10. bekk sem fékk verðlaunin en ljóðið hennar heitir Blómastelpan mín.

Á hverju ári er haldið skákmót Heiðarskóla þar sem nemendurúr 4. – 10. bekk geta tekið þátt og er skákmeistari skólans krýndur. Í ár var það Snorri Rafn William Davíðsson sem fékk titilinn skákmeistari Heiðarskóla 2022 - 2023.

Í 9. bekk kosta velunnarar skólans verðlaun til handa nemanda sem sýnt hefur einstaka eljusemi og þrautseigju í bóklegu námi. Kacper Romanowski fékk þau verðlaun

Tónlistaratriði voru á skólaslitum og útskrift 10. bekkjar og var það Sigrún Gróa Magnúsdóttir tónlistarkennari sem hélt utan um þann lið og þökkum við henni kærlega fyrir.

Á útskrift 10. bekkjar spiluðu Yfa Vár Jóhannsdóttir á sílófón og svo spilaði Snorri Rafn W. Davíðsson á gítar og söng einnig.  Bergrún Björk R. Önnudóttir  formaður nemendaráðs flutti fallega ræðu fyrir hönd nemenda og umsjónarkennarar hópsins þær Íris Ástþórsdóttir og Þóra Guðrún Einarsdóttir voru með skemmtileg orð til nemenda sinna og gesta.  Ýmsar viðurkenningar voru veittar en meðal þeirra var viðurkenningin Heiðursnemandi Heiðarskóla sem Gunnar Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, kostar. Í ár var það Jón Ágúst Jónsson sem hlaut þessi verðlaun en að mati kennara og starfsmanna hefur hann verið sérstaklega jákvæður, kurteis og heiðarlegur í samskiptum við nemendur og starfsfólk skólans, verið til fyrirmyndar í framkomu sinni og ávallt gert sitt besta í sínum verkefnum.

Við útskrift fá nemendur útskriftartrefla um leið og þeir taka við vitnisburðarskjölum sínum. Treflarnir eru gjöf frá skólanum og foreldrafélagi Heiðarskóla. Að því loknu var skóla slitið af Bryndísi Jónu skólastjóra og árgangur 2007 þar með útskrifaður úr grunnskóla.

Að útskrift lokinni var kaffisamsæti með nemendum, foreldrum/forráðamönnum þeirra og starfsfólki skólans. Þær Ólöf Jónsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir heimilisfræðikennarar og Guðbjörg Fríða Pálmarsdóttir stoðkennari sáu um veitingarnar. Allar uppskriftir má finna á bloggsíðu heimilisfræðikennara Heiðarskóla

https://eldabaka.wordpress.com/2022/06/03/skolaslit/?fbclid=IwAR1oWH_3m2GtNoH8Mu0OGX0mBNIgg_onJQ53T7dcTPJXPTl_p3bA79Djc7A

Það er venja á starfsdögum að vori að kveðja þá starfsmenn sem hætta hjá okkur og veita þeim gjafir sem náð hafa 10 ára starfsaldri í Heiðarskóla. Á árinu fóru frá okkur þau Rúnar Þór Sigurgeirsson stuðningsfulltrúi, Stella Björk Einarsdóttir leiðbeinandi og Hanna Björk Hilmarsdóttir umsjónarkennari í 5. bekk. Helena Ósk Jónsdóttir var í ársleyfi á þessu skólaári en sagði svo upp stöðu sinni sem kennari í vor og mun því ekki snúa aftur til kennslu. Ólöf Birna Jónsdóttir stuðningsfulltrúi kvaddi okkur í byrjun maí og að sumarfríi loknu munu stuðningsfulltrúarnir Inga Brynja Magnúsdóttir, Sigríður Halldóra Halldórsdóttir, Fannar Freyr Einarsson og Ásdís Birta Magnúsdóttir hætta hjá okkur ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur sundkennara. Öllu þessu frábæra fólki höfum við þakkað ánægjulegt samstarf og einstaklega góð viðkynni. Kristínu Sesselju Kristinsdóttur, kennara, var einnig veitt gjöf fyrir 10 ára starfsafmæli.

 

Myndir af skólaslitum má finna hér í myndasafni á heimasíðunni. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan