Skólaskákmót Suðurnesja
Skólaskákmót Suðurnesja fór fram 23. apríl í Stapaskóla. Heiðarskóli sendi 16 keppendur sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Við erum afskaplega stolt af nemendum okkar sem kepptu en þau voru til fyrirmyndar. Keppt var í þremur flokkum, 1. - 4. bekk, 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekk. Sigurvegari í hverjum flokki fær keppnisrétt á Landsmóti í skólaskák sem fer fram á Akureyri í maí.
Haukur Hersir Einarsson kom, sá og sigraði í 1. - 4. bekk og fékk að launum bikar og keppnisrétt á Akureyri. Ragnar Örn Arnarsson var í 2. sæti, og Kacper Romonowski var í 3. sæti í 8. - 10. bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Í maí verður Skólaskákmót Heiðarskóla og verður án efa góð þátttaka í því móti og mikil spenna.