18. ágúst 2021

Skólasetning, mánudaginn 23. ágúst

Mánudaginn 23. ágúst er skólasetning í Heiðarskóla. Í ljósi aðstæðna verður hún með sama sniði og í fyrra eða sem hér segir.

Nemendur í 1. bekk koma, venju samkvæmt, með foreldrum sínum í samtal til umsjónarkennara á þeim tíma sem þeir hafa verið boðaðir. Í þeim samtölum þurfa þeir fullorðnu að koma með grímur, virða fjarlægðarmörk og vera með hreinar hendur áður en inn í skólann er komið.

Kl. 9.00 eiga nemendur í 2. - 10. bekk  að mæta á skólasetningu og fara beint í sínar heimastofur en ekki fyrst í sal eins og venja er. Foreldrar geta óskað eftir því að fylgja börnum sínum á skólasetningu inn í skólann af sérstökum ástæðum með því að senda póst á umsjónarkennara eða stjórnendur.

Umsjónarkennarar í 8. bekk munu boða sína nemendur og eitt foreldri með hverjum þeirra í skólann í minni hópum vegna afhendingar spjaldtölva og undirritun samninga. Foreldrar skulu koma með andlitsgrímur.
Nánari upplýsingar munu berast frá umsjónarkennurum fyrir helgi.

Á mánudaginn munu umsjónarkennarar senda til foreldra upplýsingar fyrir skólaárið sem mikilvægt er að farið verði vel yfir. Foreldrar eru í framhaldinu eindregið hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara ef þeir hafa spurningar, vilja frekari upplýsingar eða þurfa að koma upplýsingum til skila. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 24. ágúst.

Nemendur nota eftirfarandi innganga í skólann þegar þeir koma á skólasetningu:
Guli inngangur (við Heiðarból): 1. - 4. bekkur
Aðalinngangur (við hringtorg): 5. - 7. bekkur
Blái inngangur (við bílastæði): 8. - 10. bekkur

(English in short)
Dear parents/guardians
Monday 23rd is the first day of school. Because of Covid-19, we will have to organize the day like we did last year. Usually, students in 2nd - 10th grade come with their parents to the school hall for a short starting ceremony and then proceed to the classrooms with the group´s teacher. This year students should come without their parents and go straight to their classroom. There they will meet their teacher and spend about an hour with their class. Parents can request to come with their children, if that is considered important, by sending an e-mail to the teacher or administrators.

School start will be at 9 o´clock and students should enter the school through these entrances:
Yellow entrance (by Heiðarból): Grade 1 - 4
Main entrance (by the roundabout): Grade 5 - 7
Blue entrance (by the car park): Grade 8 - 10
As usual students in grade 1 come, one by one, with their parents to meet their teacher for an introduction at a given time. Parents should respect the 1-meter rule and enter the school with clean hands and masks.
Teachers will send an e-mail with further information about the first day of school before the weekend. Furthermore, on Monday, they will send you the information they usually present to you in person in the classroom on the first day of school. If you have any questions please do not hesitate to contact teachers or the school´s administrators.
Tuesday 24th is the first regular school day according to the class schedules.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan