Skólasetning 2025
Skólasetning Heiðarskóla fer fram mánudaginn 25. ágúst og hlökkum við til að taka á móti nemendum eftir gott sumarfrí.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
-
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
-
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
-
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra verða boðaðir sérstaklega í viðtal til umsjónarkennara með bréfi sem sent verður út fyrir skólasetningu.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll og hefja nýtt og spennandi skólaár með bros á vör. 😊