Skólanum gefin púsl
Gísli G. Bjarnason gaf skólanum á dögunum átta glæný púsl eftir að kennari í skólanum auglýsti eftir notuðum púslum á Facebook. Púslin sem auglýst var eftir átti að nota í hringekjuvinnu á yngsta stigi og hefur þessi rausnalega gjöf nýst vel í það verkefni. Við kunnum Gísla bestu þakkir fyrir púslin góðu!